Litla litabókin


Litla litabókin er eftir Evu Jónínu. Hún teiknaði flestar myndirnar í bókina þegar hún var 5 ára, en nokkrar eftir 6 ára afmælið sitt.

Í bókinni eru 56 myndir, og ættu allir krakkar á svipuðum aldri að hafa gaman að því að lita þær.

Þú getur pantað bókina hér og fengið hana senda heim fyrir 990 kr.

Það eru alls kyns myndir í bókinni, enda fyrst og fremst hugarflug Evu sem ræður för. Mikið er um glaðlegar fígúrur af alls kyns toga.
Hér að neðan má sjá nokkur dæmi.

Ef þú ert búin/n að lita allar myndirnar í bókinni, þá geturðu líka prentað út fleiri myndir sem passa á A4 blað.

Svo er líka hægt að spila skemmtilegan litaleik, þar sem þú velur liti fyrir ævintýramynd sem byggir alfarið á myndum úr Litlu litabókinni.