Valmynd
Fröken Blómafrú og misheppnaða matarboðið
Sagan um fröken Blómafrú og misheppnaða matarboðið er eftir Evu Jónínu og pabba hennar.

Allar persónurnar í bókinni má einnig finna í Litlu litabókinni. En nú hafa þær fengið nöfn, persónuleika og liti.

Eva myndskreytti söguna og teiknaði mikið af nýjum myndum en í bókinni er einnig að finna upphaflegar myndir úr litabókinni í bland við þær nýju.

Bókin er fyrst og fremst skemmtisaga. En það eru líka faldir hlutir á hverri síðu, sem yngstu lesendurnir geta dundað sér við að finna. Svo er líka hægt að æfa sig á klukku því tíminn líður í bókinni og á hverri síðu má sjá hvað klukkan slær.

990 kr.

Tengdar vörur