Valmynd

Skilmálar


Afhending

Almennt eru allar vörur sendar með Íslandspósti, nema sérstaklega sé samið um annan afhendingarmáta.

Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.
Sjá skilmála Íslandspósts.
Ef að vara er gölluð eða skemmist á leið til kaupanda hafið þá samband í gegnum vef Litlu litabókarinnar og verður brugðist við eftir aðstæðum.
Minni pantanir eru póstlagðar í umslögum sem skila sér í gegnum bréfalúgur, en stærri sendar í kössum sem oftast þarf að sækja á pósthús.

Allar verðtölur eru með VSK og er sendingakostnaður innifalinn nema annað sé tekið fram.

Meðferð persónuupplýsinga

Seljandi heitir viðskiptavinum fullum trúnaði um allar upplýsingar sem þeir gefa upp í tengslum við viðskiptin. Ekki er nauðsynlegt að stofna sérstakan aðgang á vef Litlu litabókarinnar til þess að kaupa vörur. Kjósi kaupandi að gera það, þá geymum við einungis lágmarksupplýsingar um notandaaðgang á dulkóðuðu formi í gagnagrunni. Aðgangsupplýsingar eru eingöngu notaðar til að flýta fyrir við útfyllingu forma.

Engar upplýsingar eru eða verða nokkru sinni veittar þriðja aðila.

Greiðslumiðlun sér um greiðsluferli.
Sjá skilmála Greiðslumiðlunar.